Jóhanna Ösp Einarsdóttir, dóttir hjónanna Einars Hafliðasonar frá Hafrafelli í Reykhólahreppi og Svandísar Reynisdóttur frá Fremri-Gufudal, er fædd þann 3. febrúar 1985. Hún er önnur í röð fjögurra systkina. Jóhanna elst upp til 16 ára aldurs í Fremri-Gufudal en flytur þá á brott til að afla sér menntunnar og segir að hún hafi talið dagana þar til að hún hafi getað flutt í burtu en 27 ára gömul er hún komin heim aftur og býr nú ásamt eiginmanni sínum Styrmi og tveimur börnum; Ásborgu, 7 ára og Einari Vali, 3 ára í Kaplaskjóli sem er eitt þriggja býla í félagsbúinu Fremri-Gufudalur. Á hinum tveimur býlunum búa foreldrar hennar annars vegar og hins vegar systir hennar ásamt sinni fjölskyldu. Búið var stofnað 2009 og er sameignarfélag.
Styrmir Sæmundsson, sonur Sæmundar Vilhjálmssonar og Elínar Þorsteinsdóttur sem bæði eru frá Vestmannaeyjum er fæddur 1. febrúar 1983. Styrmir elst upp í Hafnarfirði hjá móður sinni og fósturföður, Ásmundi Sigvaldasyni sem á Munaðstungu í Reykhólahreppi en er ættaður frá Mýrartungu í Reykhólahreppi. Fósturmóðir Styrmis heitir Fríða Jóna Ágústsdóttir. Styrmir á einn albróður, eina hálfsystur í móðurlegg og tvo hálfbræður í föðurlegg.
lightbox[640 360]Afskekktir bændur lightbox[640 360]Hvernig leiðir lágu saman lightbox[640 360]Aðdráttarafl bóndadóttur lightbox[640 360]Þar sem rassinn hvílir, þar er heimilið lightbox[640 360]Blaðran og spottinn