Steinunn Erla Magnúsdóttir er fædd 5. febrúar 1937 að Skógum í Þorskafirði. Hún er dóttir hjónanna Magnúsar Sigurðarsonar frá Múla í Þorskafirði og Ingibjargar Pálsdóttur frá Berufirði. Steinunn er næstyngst átta systkina, Hún var þriggja vikna gömul þegar hún var sett í fóstur til Ingibjargar Einarsdóttur á Kinnarstöðum en Ingibjörg lést þegar Steinunn var á fyrsta ári og það voru því dætur Ingibjargar, þær Kinnarstaðasystur, Guðrún, Guðbjörg og Ólína Margrét sem ólu hana upp. Þegar hún var sett í fóstrið báru þær Guðrún og Guðbjörg hana í þvottabala frá Skógum yfir á Kinnarstaði.
Steinunn var í sambúð með Jóhanni Á. Guðlaugssyni frá Kolstöðum í Dölum og eiga þau tvo syni, þá Gunnbjörn Óli og Jóhann Guðlaug. Þau bjuggu í Reykjavík þar sem Steinunn starfaði lengst af sem gangavörður í Melaskóla en dvöldu á sumrin á Kinnarstöðum. Steinunn býr í dag í Kópavogi en kemur eins og farfuglarnir á vorin vestur í sveitina sína og fer aftur á haustin.